A! Gjörningahátíð

Rúnar hjólaði 1200 kílómetra um helgina

Rúnar hjólaði 1200 kílómetra um helgina

Rúnar Símonarson, 48 ára Akureyringur sem er búsettur í Noregi, hjólaði 1200 kílómetra á rúmum 48 tímum um helgina. Rúnar safnaði í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin í nafni systur sinnar. Rúnar ákvað að slá til til þess að heiðra minningu systur sinnar, Rósu Hansen, sem tók sitt eigið líf fyrir 13 árum.

Rúnar byrjaði að hjóla í hjólaforritinu Zwift klukkan 14.00 þann 7. apríl og hjólaði til klukkan 14.00, 9. apríl. Eftir 48 tíma hafði hann hjólað 1180 kílómetra sem honum fannst ekki nógu góð tala svo að hann ákvað að halda áfram og ná 1200 kílómetrum.

„Þá er þessi hjóltúr loksins búinn, fullt af fólki sem hjólaði með mér allstaðar úr heiminum. Verð nú að viðurkenna það að eftir hjóltúrinn þá runnu tárin úr augum mér. Þetta er fyrir þig elsku Rósa mín, sakna þín mjög mikið,“ skrifaði Rúnar á Facebook eftir afrekið.

Á tveimur sólarhringum sat Rúnar í næstum 42 tímar sitjandi á hjólinu. Aðeins sex tímar fóru í fataskipti, sturtu, smá hvíld og næringu.

Hópur fólks hjólaði með Rúnari í gegnum Zwift forritið og hvatti hann áfram. Enn má styrkja Rúnar hér https://www.gofundme.com/f/against-suicides eða með því að leggja beint inn á reikning samtakana.

Kennitala: 410416-0690
Reikningsnúmar: 0301-26-041041
Tilvísun: Rósa

VG

UMMÆLI

Sambíó