Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Texas Bound og er fyrsta lagið af væntanlegri plötu hans.
„Lagið er kraftmikið Suðurríkja rokk með þó nokkrum blues og country áhrifum. Innblásturinn af laginu er tónleikaferð og verðlaunahátíð sem ég fór fór á í Texas fyrir nokkrum árum síðan. Þar kynntist ég líka Ilya Portnov frábærum munnhörpuleikara sem gerir út frá Nashville, og það lá því beinast við að fá hann með í verkefnið,“ segir Rúnar.
Texas bound er samið og útsett í samvinnu við Vigni Snæ Vigfússon, sem einnig spilar gítar, slide og bassa í laginu.
Vignir sá einnig um upptökur.
Aðrir hljóðfæraleikarar sem koma að laginu eru:
Trommur & Slagverk – Þorvaldur Þór Þorvaldsson
Munnharpa – Ilya Portnov
Hammond & píanó – Damiano Della Torre
Bakraddir:
Sverrir Bergmann Magnússon
Halldór Gunnar Pálsson
Jógvan Hansen
Þorsteinn Jón Bjarkason
Georg Ingi Kulp
Hér er hægt að hlusta á lagið Texas Bound eftir Rúnar Eff:
UMMÆLI