Rúnar Eff gefur út nýtt lag

Rúnar Eff gefur út nýtt lag

Norðlenski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur gefið út lagið Thank God For You. Rúnar samdi lagið fyrir unnustu sína, hana Helgu Björk. Hlustaðu á lagið hér að neðan.

„Ég gaf henni demo af laginu í jólagjöf árið 2018, en lagið var gert á svolítilli hraðferð rétt fyrir jólin og ég var einhvernveginn aldrei alveg sáttur við hvernig það soundaði og fannst vanta ýmislegt. Ég hef svo verið að spila undanfarið á netinu á bandarískri síðu á facebook, enda afar litla vinnu að hafa fyrir tónlistarfólk þessa dagana, en þar virtist fólk vera mjög hrifið af þessu lagi þegar ég spilaði það, svo ég ákvað bara að vinna aðeins meira í því, breyta og bæta,“ segir Rúnar í samtali við Kaffið.

Hann segir að nú þegar lagið er fullklárað sé hann mjög sáttur með útkomuna. Rúnar samdi lagið og textann sjálfur. Hann fékk svo meðal annars aðstoð frá tónlistarmanninum Milo Deering, frá Texas í Bandaríkjunum, með hljóðfæraleik.

Milo sem hefur spilað með tónlistarfólki á borð við The Eagles, Madonnu, LeeAnn Rimes, Eli Young Band og Don Henley spilar á gítar og fiðlu í laginu.

Hér er hægt að hlusta á lagið á Spotify

Og hér er textamyndband á Youtube:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó