NTC

Rúmlega 400 milljón króna hagnaður Norðurorku

Höfuðstöðvar Norðurorku.

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í gær, föstudaginn 31. mars. Þar kom fram að rekstur Norðurorku á árinu 2016 gekk vel en hagnaður fyrirtækisins var 409 milljónir króna eftir skatta og eigið fé 8,2 milljarðar króna.

Á fundinum var tekin ákvörðun um að greiða hluthöfum 15% arð af hlutafé eða 127 milljónir króna.

Norðurorka hf. er orku- og veitufyrirtæki sem stofnað var árið 2000 með sameiningu Hita- og Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Eigendur félagsins í dag eru sex sveitarfélög, Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðar­sveit, Akureyrarbær og Hörgársveit.

Á fundinum var ný stjórn kjörin en í henni sitja Edward Hákon Huijbens, Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason. Í varastjórn voru kjörin, Eva Hrund Einarsdóttir, Jóhann Jónsson, Óskar Ingi Sigurðsson, Margrét Kristín Helgadóttir og Matthías Rögnvaldsson.

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar frá fundinum.

Sambíó

UMMÆLI