NTC

Rodrigo Gomes til KAMynd: KA.is

Rodrigo Gomes til KA

KA menn eru byrjaðir að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Rodrigo Gomes Mateo hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið en hann hefur undanfarin fimm ár spilað fyrir Grindavík og þekkir því vel til þjálfara KA manna, Óla Stefáns Flóventssonar. Rodrigo er þrítugur miðjumaður frá Spáni.

Í frétt af heimasíðu KA segir „Rodrigo er varnarsinnaður miðjumaður og ætlumst við í KA til mikils af honum. Hann þekkir íslenska boltann gríðarlega vel eftir tíma sinn með Grindavík og ætti því að smella vel inn í hópinn. Við bjóðum Rodrigo velkominn í KA,“

Sambíó

UMMÆLI