NTC

Roðagyllum heiminn: Stöðvum ofbeldi gegn konum strax

Roðagyllum heiminn: Stöðvum ofbeldi gegn konum strax

Dagana 25. nóvember til 10. desember fer fram árlegt 16 daga átak á Íslandi og á heimsvísu gegn kynbundnu ofbeldi. Markmiðið er að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum og að hvetja til umræðu og vitundarvakningar meðal almennings um að hafna öllu kynbundnu ofbeldi og að knýja á um afnám þess.

Bæði konur og karlar verða fyrir kynbundnu ofbeldi en konur og stúlkur eru samt yfirgnæfandi meirihluti þolenda. Kynbundið ofbeldi á sér djúpar rætur í samfélagi og menningu og er ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis. Tölur sýna að í kjölfar kóvít- 19 er mikil aukning á ofbeldi gegn konum og stúlkum hér á landi sem og annars staðar í heiminum og þá sérstaklega heimilisofbeldi. Einangrun kvenna á heimilum með gerendum og rofið stuðningskerfi er skuggafaraldur kóvít-19. Stöndum saman um að rjúfa þagnarmúrinn um kynbundið ofbeldi og stuðlum að vitundarvakningu um að við sem samfélag eigum að hafna því.

Til að vekja athygli á 16 daga átakinu verður Ráðhúsið, Hof, Leikhúsbryggjan, Listasafnið, Glerárkirkja og Menntaskólinn á Akureyri lýst upp með appelsínugulum lit.

Á vefsíðu UNWOMEN eru frekari upplýsingar um 16 daga átakið 2021

Sambíó

UMMÆLI