Rjúpnaveiðitíminn hefst í dag og má veiða í fimmtán daga, föstudag, laugardag og sunnudag næstu fimm helgar. Það er þremur dögum meira en í fyrra.
Ráðlögð heildarveiði er um 67.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna undanfarin ár eru það um 10 rjúpur á hvern veiðimann. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum.
Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að rjúpnastofninn standi betur nú en undanfarin ár. „Því er talið ásættanlegt að rýmka þann tíma sem hægt er að stunda veiðar. Það getur jafnframt orðið til þess að minnka álag á veiðislóð.“
Veiðidagar eru sem hér segir:
- Föstudaginn 26. október til sunnudags 28. október, þrír dagar.
- Föstudaginn 2. nóvember til sunnudags 4. nóvember, þrír dagar.
- Föstudaginn 9. nóvember til sunnudags 11. nóvember, þrír dagar.
- Föstudaginn 16. nóvember til sunnudags 18. nóvember, þrír dagar.
- Föstudaginn 23. nóvember til sunnudags 25. nóvember, þrír dagar.
UMMÆLI