Framsókn

Rjúpna­veiðin hefst í dag

Rjúpna­veiðin hefst í dag

Rjúpnaveiðitíminn hefst í dag og má veiða í fimmtán daga, föstudag, laugardag og sunnudag næstu fimm helgar. Það er þremur dögum meira en í fyrra.

Ráðlögð heild­ar­veiði er um 67.000 rjúp­ur og miðað við fjölda veiðimanna und­an­far­in ár eru það um 10 rjúp­ur á hvern veiðimann. Áfram er í gildi sölu­bann á rjúp­um.

Í til­kynn­ingu frá umhverfis- og auðlindaráðuneyt­inu seg­ir að rjúpna­stofn­inn standi bet­ur nú en und­an­far­in ár. „Því er talið ásætt­an­legt að rýmka þann tíma sem hægt er að stunda veiðar. Það get­ur jafn­framt orðið til þess að minnka álag á veiðislóð.“

Veiðidag­ar eru sem hér seg­ir:

  • Föstu­dag­inn 26. októ­ber til sunnu­dags 28. októ­ber, þrír dag­ar.
  • Föstu­dag­inn 2. nóv­em­ber til sunnu­dags 4. nóv­em­ber, þrír dag­ar.
  • Föstu­dag­inn 9. nóv­em­ber til sunnu­dags 11. nóv­em­ber, þrír dag­ar.
  • Föstu­dag­inn 16. nóv­em­ber til sunnu­dags 18. nóv­em­ber, þrír dag­ar.
  • Föstu­dag­inn 23. nóv­em­ber til sunnu­dags 25. nóv­em­ber, þrír dag­ar.
VG

UMMÆLI

Sambíó