Áhyggjufull móðir 8 ára drengs skrifaði færslu inn á hverfissíðu Naustahverfis á Facebook og varaði þar foreldra við því að maður hefði boðið syni hennar nammi og upp í bíl til sín. Maðurinn stöðvaði bílinn hjá drengnum í Kjarnagötu í Naustahverfi. Drengurinn afþakkaði og hljóp beint heim til sín og sagði móður sinni frá atvikinu.
Í samtali við Kaffið segir móðirin að sonurinn hafi ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á manninum en hann hafi verið fullorðinn, á ljósum bíl og honum minnti að hann hefði verið með gleraugu.
Þó ekki sé hægt að vita með vissu hvað maðurinn hafði í hyggju er gott að minna alla foreldra á nauðsyn þess að ræða við börnin um hættur þess að fara eitthvert með ókunnugum.
UMMÆLI