NTC

Reykkofi brann á Svalbarðsströnd – Jólahangikjötið ónýtt

Reykkofi brann á Svalbarðsströnd – Jólahangikjötið ónýtt

Í morgun var slökkvilið Akureyrar kallað út því kviknaði hafði í reykkofa við útihús á bænum Heiðarholti á Svalbarðsströnd. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið kom á staðinn og mikinn reyk lagði frá húsinu. Rúv greindi fyrst frá.

Fjölskyldan í Heiðarholti var að reykja jólahangikjötið í kofanum en mestan reyk lagði frá dekkjum sem voru við húsið og eldurinn komst í. Reykkofinn er niðurgrafinn rétt við útihúsin í Heiðarholti en þau sluppu þó alveg við eld og reyk. Enginn skaðaðist í brunanum en útlit er fyrir að hangikjötið sé allt ónýtt.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó