Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að móta hugmyndir að fræðslu og hugsanlega sérstöku gjaldi sem lagt yrði á notkun nagladekkja í borginni, þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Ástæðan ku vera sú að bílum á nagladekkjum hefur fjölgað mikið í Reykjavík á undanförnum misserum. Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kemur fram að beinn kostnaður af sliti gatna vegna nagladekkjanotkunar sé talinn vera 150 til 300 milljónir króna á hverju ári.
Rætt er við Runólf Ólafsson, formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í Fréttablaðinu í dag vegna málsins en hann telur mjög alvarlegt að setja öryggi borgaranna til hliðar á grundvelli óljóss árangurs sem menn telja sig geta náð með aðgerð sem þessari.
UMMÆLI