Reykjanesbær fer fram úr Akureyri í fjölda íbúa

Reykjanesbær fer fram úr Akureyri í fjölda íbúa

Ef íbúaþróu landsmanna helst óbreytt mun Reykjanesbær fara fram úr Akureyri hvað íbúafjölda varðar og verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landins í lok mánaðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í Fréttablaðinu er vitnað í tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Vegna mikillar fjölgunar á Suðurnesjum undanfarin ár var óumflýjanlegt að Reykjanesbær yrði fjölmennari en Akureyri á einhverjum tímapunkti en Akureyri hefur verið fjórða fjölmennsta sveitarfélag landsins í áratugi.

Á meðan Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega hafa sveitarfélög nær höfuðborgarsvæðinu vaxið hratt undanfarin ár. Lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri hafa þó vaxið hratt undanfarin ár.

„Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Fréttablaðið.

Hún segir að vöxtur Reykjanesbæjar hafi að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins. Hún segir það sýna að gátt inn í landið geti verið vel heppnuð byggðaaðgerði og því skipti miklu máli að fjölga gáttum og styðja atvinnulíf um land allt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó