Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar eru nú á lokastigi en verið er koma fyrir nýjum og glæsilegum rennibrautum auk þess sem verið er að koma fyrir nýjum heitum potti.
Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan í október á síðasta ári en stefnt er að því að nýjar rennibrautir verði vígðar í júnímánuði. Eins og sjá má á myndum eru rennibrautirnar komnar inn á svæði sundlaugarinnar og verður farið í að setja þær upp á næstunni.
Settar verða upp þrjár rennibrautir sem hafa fengið nöfnin Regnboginn, Klósettskálin og Aldan. Regnboginn verður 86 metra löng, Klósettskálin verður 28 metra löng og Aldan verður 9 metra og er hugsuð fyrir yngri börn.
Sjá einnig
UMMÆLI