Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir

Gunn­ar Birg­is­son bæj­ar­stjóri í Fjalla­byggð

Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir króna fyrir árið 2016. Þetta er þó 21 milljón minna en árið á undan, þar sem reksturinn var um 220 milljónir í plús.

Rekstrargjöld ársins 2016 námu 2.108 milljónum en voru 2.034 milljónir árið 2015. Þar munar mestu um hækkun launakostnaðar á milli ára um 96 milljónir. Annar rekstrarkostnaður lækkar hins vegar um 28 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram  í tilkynningu frá Fjallabyggð til fjölmiðla.

 „Árs­reikn­ing­ur­inn sýn­ir að fjár­hags­staða Bæj­ar­sjóðs er sterk og rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins  í góðu lagi,” seg­ir í til­kynn­ingunni.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó