Akureyri verður sífellt vinsælli áfangastaður erlendra ferðamanna og reikna má með að meira en 400 þúsund erlendir ferðamenn sækji bæinn heim í sumar samkvæmt Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
Frá þessu er greint í prentútgáfu Vikudags.
Arnheiður segir að mikil aukning hafi verið í fjölda ferðamanna fyrri hluta ársins en frá apríl hafi dregið úr henni. Það stefni þó í að sumarið verði gott og er gert ráð fyrir um 20% aukningu á ferðamönnum í sumar.
,,Ferðasumarið lítur vel út hjá okkur og má gera ráð fyrir ríflega 400 þúsund erlendum gestum til Akureyrar í ár fyrir utan skipafarþega,“ segir Arnheiður í samtali við Vikudag.
UMMÆLI