Réðst á bróður sinn og beit hann

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: akureyri.net

Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot. Dæmt var í málinu í síðustu viku í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi veist að bróður sínum með ,,líkamlegum ógnunum og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi“. Maðurinn réðst á bróðurinn á heimili hans og reyndi að fella hann í gólfið, slá hann og sparka í hann. Þá endaði hann með því að bíta bróður sinn í framhandlegg. Bróðurinn hlaut smávægilega áverka í kjölfarið á framhandlegg og sköflung.

Ákærði var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi bundið skilorði í tvö ár. Þá er honum gert að greiða 86 þúsund krónur í sakarkostnað.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó