Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri þann 24. apríl síðastliðinn. Það er töluvert lengra en núgildandi heimsmet í skíðastökku. Stökkið var hluti af auglýsingaherferð Red Bull sem hefur nú gefið út myndband sem sýnir frá ferlinu í kringum stökkið. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Alþjóðlega skíða-, og snjóbrettasambandið tók stökkið ekki gilt sem opinbert heimsmet en þrátt fyrir það var stökkið það lengsta sem nokkur skíðastökkvari hefur stokkið.
Kobayashi ætlaði sér upphaflega að ná að stökkva 300 metra en lét 291 metra nægja eftir nokkur stökk. Stökkpallurinn var unninn af verkfræðistofunni Cowi á Akureyri í samstarfi við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.
UMMÆLI