Tölvuleikja- og samfélagsmiðlanotkun barna er eitthvað sem við getum ekki horft framhjá. Þetta er nýtt vandamál sem hefur mikla kosti og galla. Þetta er til dæmis mjög gott dæmi til að fá börn til þess að vera til friðs í ákveðinn tíma. Það má þó ekki láta þau óáreitt í langan tíma, tölvur almennt eiga að hafa tilgang. Í grunninn eru tölvuleikir og samfélagsmiðlar ótrúlega skemmtileg afþreying en eins og ávanabinandi efni hefur það allt sinn líftíma ef ekki er rétt notað. Í mörgum tilfellum nú til dags eru börn og unglingar farnir að misnota þessi afþreyingarefni og vafra eða spila tölvuleiki jafnvel í margar klukkustundir á dag.
Ég hef mikið spilað af tölvuleikjum í gegnum ævina og átt þar mjög góðar stundir en jafnframt margar slæmar. Það þykir mér jafnframt áhyggjuefni þegar maður tölvan er orðinn jafn stór partur af lífi barna og unglinga og nú er af ýmsum ástæðum. Ég tel að þetta verði raunverulega mikill vandi innan fárra ára. Ástæðurnar fyrir því eru að börn og unglingar hafa t.d. ekki lífeðlisfræðilegan þroska til þess að hafa bremsuna á þessari notkun, það glatast færni sem er mikilvæg á uppvaxtarárum og getur þetta haft áhrif á framtíðina. Óháð öllu erfðaefni og uppeldi okkar þá veita bæði samfélagsmiðlar og tölvuleikir okkur tækifæri til þess að skapa hina drauma ímynd. Við getum t.d. sett ákveðnar glansmyndir á samfélagsmiðla og getur verið erfitt að greina þar á milli fyrir börn og unglinga, hvað er raunveruleikinn og hvað ekki.
Tölvuleikir á hinn bóginn hef ég séð fara illa með líf ungra karla sérstaklega. Áhrifin eru á þann veg að sjálfsmynd versnar en tölvustýrða ímyndin verður sterkari og sterkari þar sem öll orka og einbeiting einstaklinga liggur í því. Skóli verður mikil kvöð, jafningja samskipti verða erfiðari og almennt skortir þá þor til þess að takast á við áskoranir samfélagsins. Andleg og líkamleg heilsa hrakar mikið þar sem tíminn sem þeir kjósa að verja í tölvuleiki dregst frá matar-, og svefntíma og hreyfing verður minni en áður. Tölvuleikja spilun felur í sér mikið hugarró þar sem mikil einbeiting fer í leikinn en nám og starf er lagt til hliðar og allt kapp lagt í leikinn. Að mínu viti má þessi iðja ekki fara úr böndunum það á að nálgast þetta viðfangsefni út frá þekkingu, aga, ást og umhyggju. Það á að aðstoða þau við að skilja og vita hvað þau gera á netinu. Aginn felur í sér tölvutíma eða t.d. nota þetta sem hvata fyrir lærdóm eða eitthvað annað, ástin og umhyggjan felur í sér það ferli að hvetja þau til þess að fara út á meðal vina, takast á við áskoranir, stunda aðrar íþróttir og tómstundir meðferðis.
UMMÆLI