Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að félagið við Eyjafjörð fagni 100 ára afmæli sínu og hafi því gefið 2 milljónir króna til neyðarsöfnunar fyrir íbúa Gaza. Með framlaginu sýnir deildin samhug og stuðning við þá sem þurfa á aðstoð að halda í kjölfar langvarandi átaka á svæðinu.
Ástandið í Gaza er alvarlegt þrátt fyrir vopnahlé, en yfir 1,9 milljónir Palestínumanna eru á vergangi og 92% íbúðarhúsnæðis hefur orðið fyrir skemmdum. Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun til að styðja neyðaraðstoð á svæðinu og með þessu framlagi vill deildin við Eyjafjörð hvetja aðra til að leggja sitt af mörkum.
Í tilefni af afmælinu var haldið boð í húsakynnum Rauða krossins við Viðjulund 2 á Akureyri, þar sem gestir gátu kynnt sér fjölbreytt verkefni deildarinnar. Rauði krossinn við Eyjafjörð var fyrsta deild Rauða krossins á Íslandi og hefur frá upphafi verið ein sú öflugasta.
Þeir sem vilja styðja neyðarsöfnunina geta lagt fram framlög hér.