Rauði Krossinn hefur opnað fjöldahjálparmiðstöð á Ólafsfirði vegna rafmagnsleysis og hitaskorts í bænum. Miðstöðin er í Hornbrekku.
Ástandið á Ólafsfirði hefur verið einstaklega slæmt vegna óveðursins sem gekk yfir landið síðustu daga.
Búið er að ryðja flesta götur í bænum og fólk getur leitað í fjöldahjálparmiðstöðina til að komast í hita og hlýju. Einnig verður opin fjöldahjálparmiðstöð á Heilsugæslunni á Siglufirði en hún verður opin milli 14:00-18:00.