Framsókn

Rauði krossinn og Drífa Helgadóttir fá Mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar

Rauði krossinn og Drífa Helgadóttir fá Mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar

Rauði krossinn við Eyjafjörð og Drífa Helgadóttir fengu Mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar á Vorkomu bæjarins sem fer fram í Listasafninu á Akureyri í þessum töluðu orðum.

Rauði krossin fær mannréttindaviðurkenningu í flokki félagasamtaka. Þorsteinn Björnsson, formaður Rauða krossins við Eyjafjörð hélt þakkarræðu fyrir hönd félagsins og sagði að viðurkenningin væri hvatning fyrir Rauða krossinn við Eyjafjörð til þess að halda áfram sínu góða starfi.

Þorsteinn Björnsson flytur þakkarræðu. Mynd Kaffið.is/Rúnar Freyr Júlíusson

Drífa Helgadóttir fékk mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar í flokki einstaklinga. Drífa hefur starfað sem sjálfboðaliði í Lautinni á Akureyri í hátt í 16 ár.

„Ég er búin að vera í tæp 16 ár og ástæðan fyrir því er að það er gott að vera þar. Ég ætla að halda áfram á meðan ég get og einhver vill hafa mig,“ sagði Drífa í þakkarræðu sinni.

Á Vorkomu Akureyrarbæjar er tilkynnt um hver verður næsti bæjarlistamaður og hvaða ungmenni fær titilinn sumarlistamaður Akureyrarbæjar 2024. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir menningarstarf og byggingarlist, auk mannréttindaviðurkenninga Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó