„Reynum að hafa aðstandendur í huga og halda ró, finnum sorginni réttan farveg. Einnig þarf að gæta að börnum, munum að stjórnlaus hegðun og frumstæð viðbrögð geta haft slæmt áhrif.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum sem minnir á Hjálparsíma sinn, 1717. Hann sé ávallt opinn.
„Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram,“ segir jafnfram í tilkynningunni.
— Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) January 22, 2017
UMMÆLI