Rauð viðvörun sett á fyrir Norðurland Eystra

Rauð viðvörun sett á fyrir Norðurland Eystra

Veður fer síversnandi á landinu öllu með deginum og flestar stofnanir, verslanir og veitingastaðir auglýst lokun vegna veðurs. Veðurstofa gaf nú út kl. 16.00 rauða viðvörun á Norðurlandi Eystra en áður var hún appelsínugul.

Rauð viðvörun þýðir að ekkert ferðaveður er meðan hún er í gildi og hættuástand getur auðveldlega skapast. Í tilkynningu veðurstofu segir að búast megi við ofsaveðri og jafnvel fárviðri, 25-33 m/s með mikilli snjókomu og skafrenningi. ,,Verst er veðrið við Eyjafjörð og með norður ströndinni en versnar einnig annars staðar á svæðinu í kvöld. Víðtækar samgöngutruflanir verða viðvarandi og líkur eru á tjóni og/eða slysum. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám,“ segir í yfirlýsingu Veðurstofunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó