Rauð gatnamót Oddeyrargötu og Brekkugötu

Rauð gatnamót Oddeyrargötu og Brekkugötu

Í dag er unnið að því að mála rauð gatnamótin við Oddeyrargötu og Brekkugötu á Akureyri. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar þar sem segir að endingagóðri rauðri málningu sé hellt yfir malbikið og ofan í hana borið rautt kurl sem gerir fletina áferðarfegurri.

Þessari vinnu mun ljúka í dag og þá er vonast til að hægt verði að hleypa umferð á gatnamótin til frambúðar en þarna hefur verið lokað af og til síðustu vikurnar vegna vinnu við hellulagnir og gangbrautir.

Rauður litur á gatnamótunum er til marks um að við taki hverfi þar sem vélknúin ökutæki njóta ekki forgangs umfram aðra ferðamáta og er þar um svokallað „shared space“ að ræða en slík afmörkun rólegri hverfa tíðkast víða erlendis og má til að mynda lesa um slíkt HÉR.

Á vef Akureyrarbæjar má sjá myndir frá því þegar unnið var að því að mála gatnamótin í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó