Gestalistamaður Gilfélagsins Rashelle Reyneveld býður til myndlistasýningar og gjörningadagskrár í Deiglunni frá fimmtudegi til sunnudags.
Deiglan, Listagili
16. desember kl. 18 – 20:10 – Gjörningur
17. desember kl. 18 – 20:10 – Gjörningur
18. desember kl. 16 – 18 – Myndlistasýning
19. desember – Lokagjörningur – Dyrnar opna kl. 18, gjörningur hefst kl. 19.
Rashelle Reyneveld er gestalistamaður Gilfélagsins í desembermánuði, hún mun sýna afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni þessa vikuna. Rashelle er listakona frá Bandaríkjunum sem vinnur þvert á miðla.
Þessi einkasýning verður samruni augnablika í ljósmyndun, söng og myndbandsvörpun. Fyrstu 2 dagana er gestum boðið að fara inn í íbúð listakonunnar, einum í einu, til að upplifa gjörning. Hún verður með bundið fyrir augun og mun nota lykkjupedal til að búa til söngkór sem byggir á tilfinningunni sem þú kemur með inn í herbergið. Á veggjunum verða ljósmyndir sem gestum er boðið að taka með sem minjagrip.
Síðasta kvöldið, á sunnudag, mun hún flytja sönggjörning í Deiglunni. Rashelle hefur nýlega lokið við fyrstu sólóplötu sína Kriya undir nafninu SumVivus sem þýðir ég er lifandi á latínu. Hún mun bráðlega gefa út sína fyrstu stuttmynd sem heitir Tune In.
UMMÆLI