Tónlistarkonan Rakel Sigurðardóttir frá Akureyri hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Fimm eru tilnefnd í flokknum en ásamt Rakeli eru Árný Margrét, FLOTT, Sucks to be you Nigel og Supersport! tilnefnd.
Í tilnefningunni á vef RÚV segir um Rakeli:
Rakel Sigurðardóttir semur nútímalegt popp af stakri snilld og gefur síðan tónsmíðunum ekkert eftir með glæsilegum flutningi sínum. Í fyrra bar hæst lag hennar með JóaPé og CeaseTone, Ég var að spá, sem naut mikilla vinsælda. Hún gaf einnig út smáskífuna Nothing Ever Changes á síðasta ári og hefur vart setið kyrr síðan. Í ár hefur hún gefið út smáskífuna Something, sjö laga plötuna While We Wait og svo gaf hún út lag með sveitinni LÓN, Runaway, sem vakið hefur verðskuldaða athygli – og það er enn bara mars
UMMÆLI