Gæludýr.is

Rakel Hönnudóttir til Reading

Rakel Hönnudóttir til Reading

Rakel Hönnudóttir landsliðskona í knattspyrnu hefur samið við enska félagið Reading til loka næsta tímabils.

„Þetta kom upp fyr­ir svona tveim­ur vik­um og mér leist strax mjög vel á,“ sagði Rakel, í sam­tali við mbl.is.

Rakel spilaði síðast með Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð en áður hafði hún spilað með Breiðabliki og Þór/KA hér á Íslandi.

Með Lim­hamn Bun­keflo í Svíþjóð og átti Rakel stór­an þátt í því að bjarga liðinu frá falli úr sænsku úr­vals­deild­inni með fimm mörkum í síðustu sex leikjum tímabilsins. 

Nokkur lið hafa barist um þjónustu Rakelar að undanförnu en hún ákvað að velja Reading. 

„Það var gam­an að fá smá at­hygli og að geta valið úr nokkr­um liðum. Ég var með fyr­ir­spurn­ir frá nokkr­um lönd­um og gat aðeins valið, en mér fannst Eng­land mest spenn­andi. Ég er búin að fylgj­ast með þess­ari deild og hvernig hún hef­ur verið á upp­leið. Mér hef­ur fund­ist þetta mjög spenn­andi í lang­an tíma og þegar þetta kom upp þá lagði ég áherslu á það við umboðsmann­inn minn að þetta væri það sem mig langaði mest,“ sagði Rakel við mbl.is.

Reading er í fimmta sæti af ellefu liðum í ensku úrvalsdeildinni en keppni þar er fram á vor. Reading mætir Arsenal um helgina og Rakel gæti spilað sinn fyrsta leik þar ef leikheimild næst í gegn í tæka tíð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó