Akureyrska söngkonan Rakel hefur verið að ryðja sér til rúms í íslenska tónlistarheiminum undanfarið. Í dag kom út lagið Ég var að spá, þar sem Rakel syngur ásamt tónlistarmönnunum JóaP og CeaseTone.
Fyrsta plata Rakelar er væntanleg á árinu en hún hefur þegar gefið út lögin Keeping Me Awake og Our Favorite Line sem hafa þegar náð miklum vinsældum hérlendis.
Rakel er fædd og uppalin á Norðurlandi og er ein af upprennandi og spennandi tónlistarfólki sem vert er að fylgjast með frá svæðinu.
Jói P og Hafsteinn (CeaseTone) kynntust í samstarfi á plötu þeirra JóaP x Króla ,„Í miðjum kjarnorkuvetri“ en Rakel og Hafsteinn hafa gert tónlist saman fyrir tónlistarverkefni Rakelar sem ber einfaldlega heitið RAKEL.
Hlustaðu á lagið í spilaranum hér að neðan:
UMMÆLI