Fimmtudaginn 21. nóvember mun Ragnar Jónasson rithöfundur mæta á HÆLIÐ í Kristnesi í Eyjafirði og lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni Hvítidauði. Bókin fjallar um morð á tveimur starfsmönnum á berklahæli rétt innan við Akureyri árið 1983. Þremur áratugum síðar rannsakar ungur afbrotafræðingur málið og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós. Þá koma berklarnir um miðja 20. öldina einnig við sögu.
Er Kristneshæli fyrirmyndin að sögusviði bókarinnar? Eiga sögupersónur ættir að rekja til Kristness? Hver veit nema höfundur reifi þessi atriði og fleiri á Hælinu á fimmtudagskvöld. Ragnar mun árita bókina sem verður til sölu á staðnum. Kaffi á könnunni.
Dagskrá hefst kl. 17:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
UMMÆLI