NTC

Ragga Rix sigraði Rímnaflæði

Ragga Rix sigraði Rímnaflæði

Akureyringurinn Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, einnig þekkt sem Ragga Rix, fór með sigur af hólmi í Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, sem fór fram á netinu um helgina. Ragga tók þátt fyrir félagsmiðstöðina Tróju á Akureyri.

Sigurlagið hennar Mætt Til Leiks fjallaði meðal annars um óumbeðnar sendingar á typpamyndum. Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13 til 16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin.

Sjáðu sigurlag Rímnaflæðis í spilaranum hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI