Akureyringurinn Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, einnig þekkt sem Ragga Rix, verður fulltrúi Akureyrar í Rímnaflæði í ár. Ragga keppir fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju og mun flytja lagið sitt Mætt til leiks.
Flutning Röggu á laginu má finna á vef RÚV með því að smella hér.
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem fyrst var haldin í Miðbergi árið 1999 fer fram á netinu í ár vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Þessi frábæra keppni hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar að af landinu, til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun.
Sjá einnig: 12 ára rappari á Akureyri gefur út lagið Sóttkví
Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13 til 16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin.
Hægt er að kjósa Röggu með því að smella hér en netkosning hefst kl. 20:00, föstudaginn 26. nóvember, og lýkur mánudaginn 29. nóvember kl.20:00.
UMMÆLI