NTC

Ragga Rix hitar upp fyrir Reykjavíkurdætur:„Þær eru súper svalar“

Ragga Rix hitar upp fyrir Reykjavíkurdætur:„Þær eru súper svalar“

Ragga Rix, rappari frá Akureyri, mun hita upp fyrir tónleika Reykjavíkurdætra á Græna Hattinum annað kvöld, föstudag.

„Hún sigraði rímnaflæði í fyrra og við erum svo spenntar að fá að hafa hana með,“ segja Reykjavíkurdætur í spjalli við Kaffið.is.

Sjá einnig: Reykjavíkurdætur á leið norður í tónleikaferðalag: „Fólk fyrir norðan kann að sletta úr klaufunum“

Ragga sjálf segist vera svaka peppuð og spennt fyrir því að hita upp fyrir Reykjavíkurdætur. „Þær eru súper svalar og alltaf partý þegar þær mæta á svið. Ég ætla að reyna að læra eitthvað af þeim, ég er bara byrjandi en þær búnar að vera lengi í bransanum. Það er gaman fyrir mig að fá þetta tækifæri. Mér finnst að það ætti að vera svona rapp grúppa hér, Akureyrardætur. Ég býð mig fram og auglýsi eftir svölum stelpum í rappinu á Norðurlandi,“ segir Ragga í spjalli við Kaffið.

Ragga Rix eða Ragnheiður Inga Matthíasdóttir er 14 ára Akureyringur sem sigraði Rímnaflæði 2021 með laginu „Mætt til leiks“. Í byrjun apríll fylgdi hún sigrinum eftir með nýju lagi, „Bla bla bla“.

Sjá einnig: Ragga Rix sendir frá sér nýtt lag

VG

UMMÆLI

Sambíó