NTC

Ragga Rix gefur út sumarsmell

Ragga Rix gefur út sumarsmell

Akureyrski rapparinn Ragga Rix, Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, sendi í dag frá sér nýtt lag. Lagið heitir Sumar og er sjóðheitur sumarsmellur að sögn Röggu. Hægt er að hlusta á lagið á Youtube og Spotify hér að neðan.

Ragga Rix sigraði Rímnaflæði árið 2021 með laginu Mætt til leiks og hefur síðan þá verið dugleg við það að gefa út tónlist og koma fram á tónleikum.

Ragga Rix kemur fram á sparitóleikum Einnar með öllu um Versló þar sem lagið Sumar verður að sjálfsögðu tekið .

Hægt er að hlusta á lagið á Youtube: https://youtu.be/lr9FWqnfzLw

og Spotify: https://open.spotify.com/track/5URQfZdqKyQ9anstfAyu9u?si=cUuBusxHQO-B3mMdgMyTHg

Sambíó

UMMÆLI