NTC

Rafmagnslaust í hluta Drekagils þegar snjóruðningstæki keyrði niður rafmagnskassaDrekagil 21

Rafmagnslaust í hluta Drekagils þegar snjóruðningstæki keyrði niður rafmagnskassa

Nú um átta leytið í kvöld varð rafmagnslaust í hluta Drekagils á Akureyri þegar snjóruðningstæki keyrði niður rafmagnskassann í götunni. Kassinn tengir saman tvær blokkir og eitt raðhús að minnsta kosti. Drekagil 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 28 urðu rafmagnslaus við áreksturinn.
Myndirnar sýna hversu illa rafmagnskassinn fór.

Starfsmenn Norðurorku voru að mæta á staðinn til að kanna aðstæður þegar við á Kaffinu tókum þessar myndir sem fylgja fréttinni.

Hér sést vel hversu illa rafmagnskassinn hefur farið
Drekagil 28
Drekagil 21, kassinn sést neðst á myndinni
Hér sést hvaða hluti Drekagils datt út og staðsetning kassans er merkt með X
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó