Rafmagnslaust á Akureyri

Eldur kom upp í spennistöð Norðurorku við Miðhúsabraut á Akureyri fyrir skömmu með þeim afleiðingum að stór hluti Naustahverfis og Teigahverfis á Akureyri er án rafmagns. Það mun taka að minnsta kosti tvo klukkutíma að koma rafmagni aftur á á svæðinu. Símasamband á svæðinu er stopult.

Lög­regl­an, slökkvilið og starfs­menn Norður­orku eru að störf­um við að slökkva eld­inn og að reyna að koma á vara­afli fyr­ir hverf­in tvö.

Lögreglan biðlar til fólks að gera ráðstafanir vegna raftækja sem kveikt var á áður en rafmagnið fór af. Ekki er vitað um elds­upp­tök að sögn varðstjóra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó