NTC

Rafmagnaðir rokktónleikar í Hofi 

Rafmagnaðir rokktónleikar í Hofi 

Sönghópurinn Rok mun halda rafmagnaða rokktónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 20. maí. Á efnisskránni varða þekktir slagarar bæði í nýjum og eldri útgáfum. Þar má nefna lög með Metallica, Bon Jovi, Radiohead, Queen og fleiri listamönnum.

Sönghópurinn var stofnaður árið 2020 af hópi fólks með reynslu úr ýmsum áttum. Hópurinn státar af 10 söngvurum með það sameiginlegt að elska að syngja. Þetta er í fyrsta sinn sem Rok heldur sína eigin tónleika og kom ekkert annað til greina en að hafa það rokktónleika. Stjórnandi hópsins er Jónína Björt Gunnarsdóttir og tekur hún líka þátt í söngnum, ásamt því að þjálfa og útsetja.

Meðal verkefna sem hópurinn hefur tekið þátt í er tónleikauppfærsla af Hárinu árið 2022 og jólatónleikar Jólaljósa og lopasokka en báða viðburði framleiddi Rún Viðburðir. Einnig hefur hópurinn tekið þátt í jólatónleikunum Norðurljós ásamt öðrum verkefnum.

Verkefnið er styrkt af Verðandi.

Hægt er að nálgast miða inná á mak.is.

Sambíó

UMMÆLI