Framsókn

Rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri

Rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum. Í gegnum tíðina hefur þetta átt við þegar margar tölvur eru settar upp í sama rými og fólk keppist um að standa sig sem best. Þannig var t.d. heimsmeistaramótið í Atari leiknum Space Invaders árið 1980.

Síðan þá hefur tækninni fleygt fram og tölvuleikir eru nú í dag að miklu leiti spilaðir í gegnum netið. Þetta nýja umhverfi hefur skapað mun betri aðstæður til samkeppni en áður, nú þarf ekki fjölmargar tölvur á einum stað heldur geta lið frá öllum heimshornum keppt á móti hvort öðru á netinu.

Á síðustu 10 árum hafa vinsældir rafíþrótta vaxið mikið og nú í dag eru yfir 400 milljónir manna sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum og hafa stærstu viðburðirnir sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Sem dæmi má nefna að yfir 60 milljón manns fylgdust með úrslitaleik liðanna Royal Never Give Up og Kingzone Dragonx í League of Legends sumarið 2018. Það er þrefaldur fjöldi þeirra sem horfðu á úrslitaleik NBA deildarinnar árið 2017

Markmið Skólaleikanna er að efla rafíþróttastarf innan grunnskólanna og stuðla að heilbrigðum spilaháttum með því að styrkja jákvæða upplifun ungmenna af tölvuleikjum, draga úr einveru og hafa gaman.

Þátttaka barna og ungmenna í félagsstarfi hefur mikið forvarnargildi og hefur mjög jákvæð áhrif á félagsfærni þeirra. Með því að skapa vettvang fyrir börn til að sinna sínum hugarefnum og æfa samskipti, samvinnu og sjálfsaga, öðlast þau færni sem getur hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi.

Fyrsta rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri var haldið í Síðuskóla síðasta föstudag.

Keppt var í FIFA, NBA2K19, Rocket League og T-Rex. Nemendur úr Oddeyrarskóla, Naustaskóla, Giljaskóla, Síðuskóla og Glerárskóla öttu kappi og úr varð hin besta skemmtun. Eftir æsispennandi leiki þá urðu úrslitin eftirfarandi.

Rocket LeagueHafþór Orri Finnsson og Patrik Róbertsson

NBA2K19 Almar Jón Kristinsson og Maríus Héðinsson

FIFA19 – Viktor Svavar Árnason og Aðalsteinn Máni Elmarsson

T-Rex runner – Oliwia Moranska

Viljum við sem komum að þessari keppni þakka styrktaraðilum hennar kærlega fyrir en Advania og Sportver leystu út sigurvegarana með góðum gjöfum.

Bergmann Guðmundsson og Einar Magnús Einarsson

VG

UMMÆLI

Sambíó