NTC

Ráðstefna um stjórnarskránna í HA um helgina – Guðni Th. flytur opnunarerindi

gudni-th-johannesson

Guðni ætlar að kíkja norður um helgina.

Um helgina mun fer fram alþjóðleg ráðstefna í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við stjórnarskrárnefnd og forsætisráðuneytið. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun heimsækja Háskólann í fyrsta sinn og halda opnunarerindi ráðstefnunnar. Til máls taka fjölmargir sérfræðingar, innlendir og erlendir og má nefna Sigurð Inga Jóhansson, forsætisráðherra og Pál Þórhallson formann stjórnarskránefndar.

Ætlunin er að efna til upplýstrar umræðu um málefni stjórnarskrárinnar í aðdraganda alþingiskosninganna. Almenningi mun gefast tækifæri til þess að ræða við stjórnmálamenn og fræðimenn um tilraunina til breytinga á stjórnskipun landsins sem hefur staðið yfir frá 2010.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri kveðst afar ánægður að Háskólinn hýsi fræðilegar umræður um jafn mikilvægt málefni og segir það heiður að taka á móti nýjum forseta.

Ráðstefnan er opin öllum á meðan húsið leyfir og er án endurgjalds.

1474475926_ha_front_inngangur_1806_1200

Sambíó

UMMÆLI