Hollywood-leikkonan Rachel McAdams fer fögrum orðum um Húsavík í nýju viðtali. McAdams fer með eitt af aðalhlutverkunum í nýrri Eurovision-kvikmynd sem var að hluta til tekin upp á Húsavík.
Í viðtali við Fox News í Bandaríkjunum segir McAdams að dvöl hennar í bænum hafi verið ótrúleg. Það hafi verið magnað að vakna á hverjum degi og sjá fjöllin snæviþakin og hafið. Að sjá skipin og hvalaskoðunarbátana sigla úr höfn. Hún segir einnig að maturinn á staðnum hafi verið einstakur.