NTC

Nýir eigendur taka við R5 barLjósmynd: Magnús Edwards

Nýir eigendur taka við R5 bar

Parið Jón Svavar Olzen og Eva Dögg Vigfúsdóttir hafa keypt allt hlutafé í fyrirtækinu R5 bar ehf. en fyrirtækið sér um rekstur barsins R5 við Ráðhústorg í miðbænum. Þetta tilkynnti Jón Svavar á samfélagsmiðlum á dögunum.

Jón og Eva tóku formlega við rekstrinum frá Hallgrími Sigurðarsyni, fyrrum eiganda, frá og með 1. janúar á þessu nýja ári. Jón segir það lengi hafa verið draumur sinn að eignast bar en R5 hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þegar hann hafi unnið þar sjálfur hafi honum líkað við staðinn vegna notalegs umhverfis og skemmtilegs mórals.

Viðskiptavinir R5 ættu ekki að búast við neinum stórum breytingum á næstunni í kjölfar eigendaskiptanna, enda sér Jón enga ástæðu til þess að breyta einhverju sem að hans sögn gengur vel. Þar að auki fellur R5 nú þegar vel að þeirri sýn sem Jón hefur um hvernig bar eigi að vera, með notalega aðstöðu og fjölbreytt úrval áfengis. Þó megi búast við nýjum kokteilaseðli á næstunni og vonast Jón til þess að leggja aukna áherslu á vín-, bjór- og viskísmakk.

Sambíó

UMMÆLI