Þeir Halldór Kristinn Harðarson og Ásgeir Ólafsson Lie frá Podcast Stúdíói Akureyrar munu kenna fólki allt sem við kemur hlaðvörpum í nýjum hlaðvarpsskóla PSA. Skráning fer fram á simey.is en námskeiðið hefst 22. febrúar.
Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur áhuga á að kynna sér gerð hlaðvarpa og taka fyrstu skrefin. Á námskeiðinu verður farið yfir hluti eins og hvernig á að byrja með hlaðvarp, framkomu, tæknimál og auglýsingasölu.
Í lok námskeiðsin verður svo veittur afsláttur til þeirra sem hafa áhuga á því að byrja með sitt eigið hlaðvarp hjá Podcast Stúdíói Akureyrar.
Hlaðvörp frá Podcast Stúdíói Akureyrar má finna á vef Kaffið.is með því að smella hér.
- Hluti – Viðskiptahlið og saga – Halldór Kristinn Harðarson
Fjallað um sögu hlaðvarpa, hlaðvörp á íslandi og erlendis, hvað kostar að byrja hlaðvarp, kostnaðarliðir, hvernig á að sækja styrktaraðila og selja þáttinn sinn, hvernig hleður þú þættinum þínum upp og skilgreining á því hvernig hlaðvarpið þitt er og hvað það er hægt að nota það í.
- Hluti – Framkoma og sjálfstraust – Ásgeir Ólafsson
Farið yfir hvernig þú talar í hlaðvarpi og beitir þér. Hvernig þú talar við fólk almennt í lífinu og í viðskiptum. Fjallar um hvað þarf til þess að búa til vinsælan og skemmtilegan þátt sama hvað viðfangsefnið er auk þess að fara yfir almenna þekkingu á tónllist og markað í kringum tónlist.
- Hluti – Hljóð og tæknimál – Halldór Kristinn Harðarson
Farið yfir hvað þarf til að taka upp hlaðvarp, muninn á gæðum í hljóði og muninn á græjum sem þarf til að taka upp. Útskýrt hvernig hljóðnemar virka og af hverju ásamt því að fara yfir hvernig hægt er að láta þáttinn hljóma vel og hvað það skiptir miklu máli.
- Hluti – Upptaka í Podcast stúdíói Akureyrar
Hópurinn fer í stúdíó í hollum, mest 4-5 manns í einu. Hver og einn fær kynningu og jafnframt að prófa upptöku í stúdíói.
Leiðbeinendur:
- Halldór Kristinn Harðarson, eigandi Podcaststúdíós Akureyrar og podcastari
- Ásgeir Ólafsson, fyrrum útvarpsmaður, podcastari og markþjálfi
Fyrirkomulag: Dagana 22. og 24. febrúar er staðkennt frá kl. 16.30-19.30 í SÍMEY. Í vikunni á eftir fá þátttakendur í minni hópum 2 klst verklega kennslu í Podcast stúdíói Akureyrar.
UMMÆLI