NTC

Potterhátíðin mikla á Amtsbókasafninu

Potterhátíðin mikla á Amtsbókasafninu

Dagana 29.-31. júlí verður sannkölluð Potter-veisla á Amtsbókasafninu á Akureyri. Í ár á Harry stórafmæli en hann verður fertugur þann 31. júlí og því dugar ekkert minna en þriggja daga skemmtun. 

Boðið verður upp á leiki og fjör í anda Harry Potter og félaga; flóttaherbergi, galdrakústasmiðju, quidditch og ýmislegt fleira! Sjá dagskrá hér fyrir neðan:

Miðvikudagurinn 29. Júlí 

  • Flóttinn úr Hogwarts – Escape room kl. 14-18
    Í kjallara bókasafnsins verður flóttaherbergi, hefur þú það sem til þarf til að leysa þrautirnar og komast út? Herbergið er fyrir 2-6 manna hópa á öllum aldri og tekur um 10 mínútur að komast út. Skráning nauðsynleg! (Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 27. júlí)
  • Galdrakústasmiðja 15-17
    Búðu til þinn eigin galdrakúst! Bæði verður hægt að gera kústa í fullri stærð og litla kústa sem sóma sér vel á hvaða hillu sem er. Einnig verður hægt að búa til töfrasprota. Með kúst og sprota að vopni verða þér allir vegir færir!

Fimmtudagurinn 30. júlí 

  • Flóttinn úr Hogwarts – Escape room kl. 14-18
    Í kjallara bókasafnsins verður flóttaherbergi, hefur þú það sem til þarf til að leysa þrautirnar og komast út? Herbergið er fyrir 2-6 manna hópa á öllum aldri og tekur um 10 mínútur að komast út. Skráning nauðsynleg! (Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 27. júlí)
  • Leitin að helkrossum kl. 14-18
    Sá sem ekki má nefna hefur falið sjö helkrossa á fyrstu hæð bókasafnsins. Ef þú getur fundið þá alla færð þú að launum að bragða á Fjölbragðabaunum Berta Bott, þorir þú að smakka?
  • Hvaða heimavist tilheyrir þú? Kl. 14-18
    Ert þú þolinmóður og góðhjartaður Hufflepuff? Hugrakkur Gryffindor? Metnaðargjarn Slytherin? Eða klár og skapandi Ravenclaw? Fáðu út því skorið í eitt skipti fyrir öll.
  • Galdra-origami kl. 15-17
    Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá sendan öskrara? Nú er tækifærið! Brjóttu saman þinn eiginn flokkunarhatt eða öskrara, lengra komnir origami-unnendur geta einnig gert uglur eða einhyrninga.

Föstudagurinn 31. júlí 

  • Flóttinn úr Hogwarts – Escape room kl. 14-16
    Í kjallara bókasafnsins verður flóttaherbergi, hefur þú það sem til þarf til að leysa þrautirnar og komast út? Herbergið er fyrir 2-6 manna hópa á öllum aldri og tekur um 10 mínútur að komast út. Skráning nauðsynleg! (Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 27. júlí)
  • Leitin að helkrossum kl. 14-18
    Sá sem ekki má nefna hefur falið sjö helkrossa á fyrstu hæð bókasafnsins. Ef þú getur fundið þá alla færð þú að launum að bragða á Fjölbragðabaunum Berta Bott, þorir þú að smakka?
  • Hvaða heimavist tilheyrir þú? Kl. 14-18
    Ert þú þolinmóður og góðhjartaður Hufflepuff? Hugrakkur Gryffindor? Metnaðargjarn Slytherin? Eða klár og skapandi Ravenclaw? Fáðu út því skorið í eitt skipti fyrir öll.
  • Quidditch kl. 15-17
    “Kústar upp!”. Venju samkvæmt verður Quidditch á flötinni fyrir framan bókasafnið. Kústar verða á staðnum, ímyndunaraflið gerir ykkur kleift að fljúga.
  • Föndraðu heimavistarbindi kl. 15-17
    Nú þegar þú veist hvaða heimavist þú tilheyrir er upplagt að búa til bindi í réttum litum, bindið er einnig hægt að nota sem bókamerki!
  • Flóttaherbergið til sýnis kl 16-18
    Öllum muggum gefst nú kostur á að skoða sig um í flóttaherbergi Hogwarts.

Alla dagana

  • Pósaðu í galdraheiminum
    Myndaklefi þar sem þú getur svifið yfir Quidditch-vellinum, verið hættulegur strokufangi úr Azkaban og margt fleira!

Allir hjartanlega velkomnir og sérstaklega þeir sem mæta í búningum!

Rúmlega tuttugu ár eru síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury útgáfunni í London. Bækurnar hafa selst í um 500 milljónum eintaka og er bókaflokkurinn sá mest seldi í sögunni.  Bækurnar eru þeim töfrum gæddar að bæði börn og fullorðnir hafa gaman að Harry Potter.

Potterdagurinn mikli var fyrst haldinn hátíðlegur á Amtsbókasafninu árið 2017 og hefur viðburðirinn haldið áfram að vaxa. Því er reiknað er með miklu stuði miðvikudag, fimmtudag og föstudag þegar leikurinn verður endurtekinn með stæl. 

*Viðburðurinn er hluti af Listasumri. Hátíð sem fer fram árlega yfir sumartímann á Akureyri, með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman.  

Sambíó

UMMÆLI