Pottarnir á Hauganesi sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár verða kældir niður klukkan 22:00 öll kvöld héðan í frá vegna næturheimsókna með slæmri umgengi og þjófnaðar. Þetta tilkynnir Elvar Reykjalín eigandi og rekstraraðili pottanna í Facebook færslu í kvöld. Í færslunni segir Elvar að peningakassinn á svæðinu hafi verið brotinn upp síðastliðna nótt og peningum stolið úr honum, sá þjófnaður hefur verið kærður til lögreglu.
Þá kemur einnig fram í færslunni að einungis um 40% gesta greiða 500 kr. aðgangseyrinn í pottana sem Elvar hefur unnið að síðustu ár að byggja upp og er nú kominn með fimm heita potta á svæðið auk búningaaðstöðu.
UMMÆLI