Útgerðarfélagið Polar Seafood styrkti í dag björgunarsveitirnar um 1,6 milljónir íslenskra króna. Polar Seafood gerir meðal annars út togarann Polar Nanoq, þar sem mennirnir tveir sem handteknir voru vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, starfa. Með styrknum vildi fyrirtækið þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu.
Ljóst er að mikill kostnaður fylgir leitaraðgerðum eins og björgunarsveitirnar hafa unnið að síðustu vikur. Styrkurinn kemur björgunarsveitunum því að öllum líkindum vel. Að neðan má sjá bréfið sem fylgdi styrknum, undirritað af Jörgen Fossheim, útgerðarstjóra Polar Seafood.
UMMÆLI