Pizzan opnar sinn níunda stað á Íslandi á Glerártorgi í dag. Eigendum Pizzunnar hlakkar mikið til að opna í bænum og hafa fulla trú á því að Norðlendingar muni kunna að meta það sem boðið verður upp á.
Sja einnig: Pizzan opnar stað á Akureyri
Á myndinni má sjá fyrstu pítsurnar sem voru bakaðar á Pizzunni Akureyri, Pizza Deluxe og Tropical Jalepeno.
Pizzan hefur slegið í gegn á meðal Íslendinga undanfarin misseri. Staðurinn var til að mynda í áttunda sæti í meðmælakönnun MMR árið 2020 yfir íslensk fyrirtæki sem viðskiptavinir eru líklegastir til þess að mæla með.
Pizzan er staðsett á sama stað og Subway var áður á Glerártorgi.