Pítsustaðurinn Blackbox mun á næstunni opna nýjan stað inni á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri og gefa gestum þar með val um tvær gerðir af mat á sama staðnum.
Blackbox Pizzeria á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri er hluti af nýrri stefnu Blackbox en auk opnunar á staðnum mun fyrirtækið opna svokallaða Blackbox Express staði víða á landinu.
„Eftir breytinguna verðum við með Blackbox Pizzeria, sem eru veitingastaðir með fullum matseðli og svo Blackbox Express þar sem matseðillinn er minni, en gæðin og afgreiðsluhraðinn sá sami. Pizzeria-staðirnir verða í Borgartúni og á Akureyri, en Express-staðirnir í Staðarskála í Hrútafirði, Austurvegi á Selfossi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Háholti í Mosfellsbæ,“ segir Karl Viggó Vigfússon, stofnandi og framkvæmdastjóri Blackbox, í samtali við ViðskiptaMoggann.
UMMÆLI