NTC

Píeta samtökin opna útibú á Akureyri

Píeta samtökin opna útibú á Akureyri

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.

Píeta samtökin á Íslandi eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða sem starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi. Þau bjóða fólki á aldrinum 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir upp á meðferð og stuðning frá fagfólki án endurgjalds. Einnig er þeim sem hafa misst ástvin eða búa með einstakling í sjálfsvígshættu boðið upp á stuðning. Píeta eru félagasamtök sem rekin eru alfarið á styrkjum þar sem öll innkoma fer í starfssemina sjálfa.

Fyrsta Píetahúsið á Íslandi opnaði árið 2018 við Baldursgötu 7 í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að það hafi verið á stefnuskrá þeirra frá stofnun þeirra á Íslandi að opna Píetahús í öllum landsfjórðungum. Verður fyrsta skrefið að því tekið á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi.

Birgir Örn hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Hann gegndi einnig tímabundið stöðu fagstjóra samtakanna þar til Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur tók við í febrúar á þessu ári.

„Birg­ir er Píetamaður inn að hjarta og á eft­ir að vinna gott starf fyr­ir íbúa Norður­lands, það er ég full­viss um,“ seg­ir Krist­ín Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Píeta. 

„Þörf­in fyr­ir þjón­ustu sam­tak­anna er alls staðar og höf­um við mætt mik­illi vel­vild og stuðningi frá Ak­ur­eyr­ar­bæ í tengsl­um við und­ir­bún­ings­vinn­una. Því var ákveðið að opna úti­bú á Ak­ur­eyri.“ 

Píetasíminn 552-2218 er opinn allan sólarhringinn. 

Sambíó

UMMÆLI