Píeta samtökin opnuðu Píetaskjól á Húsavík í vikunni. Fomleg opnun var fimmtudaginn 17. ágúst. Píeta samtökin munu hafa aðstöðu í Stjórnsýsluhúsinu á Ketilbraut 7 til 9 á Húsavík og opið verður að minnsta kosti einu sinni í viku.
Samtökin bjóða upp á meðferð fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsarnir, eru með sjálfskaða og/eða eru í sjálfsvígshættu. Einnig bjóða Píeta samtökin upp á viðtöl fyrir aðstandendur fólks í hættu og aðstandendur sem hafa misst.
Í fréttatilkynningu segir að opnun Píeta á Húsavík sé liður í því að breiða út þjónustu samtakanna eins og unnt er. Píeta samtökin veita fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri.
Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og hægt er að bóka viðtöl í síma 552-2218 alla virka daga milli 09:00 – 16:00.
UMMÆLI