NTC

Píeta samtökin hefja starfsemi á Akureyri í júlí

Píeta samtökin hefja starfsemi á Akureyri í júlí

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi. Samtökin munu hefja starfsemi sína í húsnæði Gamla spítalans við Aðalstræti 14, sem er í göngufæri við Pakkhúsið, sama dag.

Sjá einnig: Píeta samtökin opna útibú á Akureyri

Píeta samtökin á Íslandi eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða sem starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi. Þau bjóða fólki á aldrinum 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir upp á meðferð og stuðning frá fagfólki án endurgjalds. Einnig er þeim sem hafa misst ástvin eða búa með einstakling í sjálfsvígshættu boðið upp á stuðning. Píeta eru félagasamtök sem rekin eru alfarið á styrkjum þar sem öll innkoma fer í starfssemina sjálfa.

Píetasíminn 552-2218 er opinn allan sólarhringinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó