Píeta samtökin auglýsa eftir sálfræðingi í starf á Akureyri

Píeta samtökin auglýsa eftir sálfræðingi í starf á Akureyri

Píeta samtökin auglýsa eftir sálfræðingi í 20 til 40 prósent starf á Akureyri. Hjá Píeta samtökunum starfar þverfaglegt teymi sálfræðinga, félagsrjáðgjafa, læknir og iðjuþjálfi.

Píeta samtökin veita gagnreynda meðferð fyrir einstaklinga 18 ára og eldri með sjálfsvígshugsanir og/eða sjálfskaða. Samtökin bjóða einnig upp á stuðning fyrir aðstandendur í formi viðtala og hópa. Þá sinna þau einnig forvörnum og fræðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð sem fylgja stöðunni sem er auglýst eru:
-Áhættumat í ljósi sjálfsvígshættu og/eða sjálfsskaða
-Mat á geðrænum vanda
-Einstaklingsmeðferð
-Ráðgjöf, kynningar og fræðsla
-Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
-Þátttaka í þróunarstarfi Píeta

Menntunar- og hæfniskröfur
-Löggild starfsréttindi sálfræðings
-Þekking og reynsla af meðferðarvinnu
-Áhugi á Díalektískri atferlismeðferð er kostur
-Hæfni í samskiptum, að vinna sjálfstætt og í teymi
-Hæfni í að halda kynningar og námskeið
-Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
-Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Píeta, gunnhildur@pieta.is eða Ellen Calmon, framkvæmdastjóri Píeta, ellen@pieta.is eða í síma 552-2218.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó