NTC

Pétur Trausti gefur út sitt fyrsta lag

Pétur Trausti gefur út sitt fyrsta lag

Pétur Trausti Friðbjörnsson er 19 ára Grenvíkingur sem hefur búið á Akureyri undanfarin ár. Hann hefur verið að vinna mikið í tónlist síðastliðið ár og verið að setja inn þó nokkuð af lögum og töktum (e. beats) á soundcloud. Hann gerir sína eigin takta, semur lögin og textana sem hann svo syngur sjálfur. Kaffið fékk að birta nýjasta og jafnframt fyrsta lagið hans sem heitir Switch sides.

Pétur segir lagið fjalla um lægðir (e. lows) sem hann hefur gengið í gegnum í baráttu sinni við þunglyndi. Texti lagsins kemur inn á það að lífið heldur áfram sama hvað og að hann sé þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu og vini sem hann treystir og standa með honum í gegnum allt.

Pétur Trausti Friðbjörnsson.


Pétur kallar sig Nvre$t sem er samspil af orðunum „Never Rest“ og birtir lögin sín undir því nafni. Hann segist ætíð hafa verið með annan fótinn í tónlistinni en byrjaði að sinna henni af alvöru síðastliðið ár.
,,Ég byrjaði að leika mér að búa til lög þegar ég var 13 ára, og var ekki að taka þessu neitt alvarlega fyrr en fyrir sirka einu ári síðan. Þá byrjaði ég að lesa mig til um hvernig ég gæti samið beats, og hélt afram þaðan, hef alltaf verið að skrifa texta síðan ég man eftir mér um allt sem kemur upp í huga mínum. Oftast á ensku.“

Fyrirmyndir í tónlistinni
Pétur segist finna innblástur úr ýmsum áttum.

,,Ég fékk snemma innblástur frá eldri bróður mínum Jóni Geir, hann hefur alltaf sjálfur verið að búa til tónlist og kom mér eiginlega afstað í þessu öllu, annars fékk ég seinna innblástur af erlendum taktsmiðum og röppurum ( metro booming, travis scott, Eden, MGK og óteljandi fleirum).“

Pétur segist vera að vinna í nokkrum lögum um þessar mundir með félögum sínum og gerir fastlega ráð fyrir því að gefa út fleiri lög á árinu. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessum hæfileikaríka dreng í nánustu framtíð.

Við mælum með því að hlusta á lagið hans: Switch sides, hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=qQAVnqBojNc

Sambíó

UMMÆLI